Söfn

   

Svona gengur þú í Félagið

 Fornvélafélag Íslands.
 Kennitala: 460511-2830.      Bankareikningur: 0182-26-4605.
 Félagsgjald: 5000 kr árið.

Á stjórnarfundi skipti stjórnin með sér verkum:
Helgi Magnússon, formaður
Finnur Eiríksson, gjaldkeri
Ingimundur Benediktsson, ritari
Rúnar Sverrisson, meðstjórnandi
Steindór Theódórsson, meðstjórnandi.

Aðalfundur Fornvélafélags Íslands
var haldinn mánudaginn 14. júlí 
í viðgerðaraðstöðu fyrir gamlar vélar
í fjósinu á Blikastöðum - 271 Mosfellsbæ. 
Í stjórn voru kjörnir:
Finnur Eiríksson
Helgi Magnússon
Ingimundur Benediktsson
Rúnar Sverrisson
Steindór R Theódórsson

Varamenn voru kjörnir:
Þorfinnur Júlíusson
Gunnar L Björnsson

Skoðunarmenn reikningar voru kjörnir:
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Símon Gunnarsson

Nýir félagar velkomnir. Mjög einfalt að ganga í félagið.

Leggið inn 5000 kr á bankareikning félagsins og merkið innlögn: Nýr félagi 2014.
Ef innlögn er í heimabanka setjið inn símanúmerið 824 6610 fyrir sms fyrir innlögn.

Sé lagt inn í banka þá má biðja gjaldkera um að senda sms í 824 6610

Árgjald er óbreytt fyrir árið 2014, kröfur birtast í heimabanka. Í sparnaðarskyni eru greiðsluseðlar ekki sendir í pósti.

Flokkur: Fróðleikur og skemmtiefni

10.05.2011 05:44

Landbúnaðarsafn Íslands.

Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri hefur um árabil efnt til sérstakra daga á hásumri til þess að kynna þætti úr tæknisögu landbúnaðarins, m.a. með sýningum á forn-dráttarvélum, bæði vélum safnsins en ekki síður vélar í eigu áhugamanna. Sýningarnar hafa öðrum þræði verið hugsaðar sem vettvangur þessara áhugamanna til þess að sýna gripi sína.
Í samvinnu við góða aðila mun Landbúnaðarsafn efna til Farmal-fagnaðar á Hvanneyri laugardaginn 16. júlí nk. Tilefnið er að heiðra Farmalinn og nánustu ættingja hans, Nallana, af ýmsum gerðum. Farmalarnir mynduðu fyrstu bylgju heimilisdráttarvéla hérlendis - á árunum 1945-1950 og teljast því tímamótavélar í sveitum landsins.
Á þessum Farmal-degi eru allir áhugamenn velkomnir með forn-dráttarvélar sínar að Hvanneyri hvaða gerðar sem eru. Eigendur Farmal-véla og annarra forn-dráttarvéla frá verksmiðjum International Harvester eru sérstaklega velkomnir með gripi sína. Fornvélarnar verða sýndar og farið í stuttan skrautakstur í fögru staðarumhverfinu.
Valdar verða og heiðraðar fallegustu Farmal-forndráttarvélarnar, líkt og gert var á Ferguson-degi safnsins sumarið 2009. Helsta mottó fagnaðarins á að vera Gömul vél er gaman manns. Ullarselið verður á sínum stað og fleira verður í boði.
Þá standa vonir til að á Farmal-fagnaðinum verði hægt að kynna nýútkomna bók um þessar merku dráttarvélar: Alltaf er Farmall fremstur mun bókin heita. Höfundur hennar er Bjarni Guðmundsson forstöðumaður Landbúnaðarsafnsins en útgefandinn Uppheimar hf..
Dagskrá Farmal-fagnaðarins verður nánar kynnt er nær dregur, m.a. á heimasíðu Landbúnaðarsafns, www.landunadarsafn.is
Nánari upplýsingar um Farmal-fagnaðinn veitir Bjarni Guðmundsson, s. 844 7740.

Um að gera að mæta þeir sem eiga heimangegnt.

09.05.2011 20:31

Deutz D30 1964

Sigurður Guðjónsson Selfossi segir frá:
dráttavélina sótti ég austur á firði n.t.t. Breiðdalsvík og vonast ég til að koma henni í betra horf, þetta er Deutz D30 S árgerð 1964 þessi vél kom í "sveitina mína" Fell í Breiðdal sama vor og ég kom þangað 1964 í fyrsta sinn bæði sjóleiðina með Esjunni og var eina farartækið á bænum í mörg ár. Já ég vildi gjarnan slást í hóp með ykkur því ég er ekki mjög vélfróður maður þó áhuginn á þessari vél hafi alltaf fylgt mér enda ófáar stundir liðið við stýri hennar.
09.05.2011 14:54

International W 4 árg 1944

Myndband frá 2004 um Adda frá Sandi, Guðmar Ragnarsson, þar sem hann var að ljúka við að gera upp International W 4 árg 1944 fyrir Landgræðsluna.
Kvikmyndataka og klipping Hjalti Stefánsson myndatökumaður Tókastöðum II
701 Egilsstöðum


07.05.2011 23:34

Fornvélafélag Íslands á Sunnlenskum sveitadögum

Dagurinn í dag var vel hepnaður og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn kærlega fyrir aðstoðina. Flutningaþjónusta Arnars lagði til bíl og flutti tvær dráttarvélar fyrir okkur úr Reykjavík og bilstjórinn var virkilega liðlegur að hjálpa til og þolinmóður að bíða þar til flytja vélarnar svo aftur til Reykjavíkur. Árni Pálsson Jarðverktaki Riddaragarði Ytri Rangárþingi lagði einnig til bíl og vélavagn og sótti nokkrar vélar í sveitinni og þökkum við honum einnig liðlegheitin hjálpina.  Þessi hátíð er okkar frumraun og tókst afburðarvel og lærðum við mikið af þessu. Hér á eftir eru myndir af hátíðinni.
Í myndaalbúmi eru myndir einnig frá hátíðinni.

06.05.2011 07:13

Lúðvíks-herfin

Skeraherfi Lúðvíks JónssonarLúðvík Jónsson (1887-1974) hét maður hornfirskur sem mikið vann að hönnun herfa og annarra verkfæra á þriðja áratug síðustu aldar. Draumur hans var að búa til herfi og koma með þeim á vinnubrögðum sem sérstaklega væru sniðið að íslenskum aðstæðum. Herfin voru miðuð við sjálfgræðslu landsins og að jarðvegur yrði ekki plægður. Lúðvík var vel háskólamenntaður búfræðingur og vann um hríð sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands.

 

Afar fá dæmi eru um innlenda verkfærahönnun og verkfærasmíð. Þrátt fyrir það hefur verkfærasmíð Lúðvíks Jónssonar ekki verið mikill gaumur gefinn. Herfi hans voru tvenn: skeraherfi (sjá mynd) og rótherfi. Er frá leið voru þau alla jafnan nefnd Lúðvíks-herfi. Lúðvík skrifaði m.a. rækilega grein um verkfærasmíð sína er kom út sérprentuð haustið 1930. Þar lýsti hann verkfærunum og færði búfræðileg rök fyrir gerð og notkun herfanna tveggja.  Mjög athyglisverð ritgerð.

 

Búvélasafnið hafði lengi átt rótherfi Lúðvíks, en vantaði skeraherfið. Eftir nokkra eftirgrennslan kom eitt slíkt í leitirnar uppi í Hálsasveit, og skömmu síðar annað í Hvítársíðu, mjög vel varðveitt eintak. Fleiri Lúðvíks-herfi, af báðum gerðum, hafa komið í leitirnar síðar, svo auðsætt er að þau virðast hafa náð töluverðri útbreiðslu. Flest eru dæmin um þau af Vesturlandi en einnig úr Hornafirði, en þar var Lúðvík fæddur (í Árnanesi). Gott er því til þess að vita að Byggðasafn A-Skaftfellinga á Höfn á líka herfi Lúðvíks.

 

Heimsíðungur mun ekki fjalla nánar um Lúðvíks-herfin hér þótt tilurð þeirra og saga þeirra sé hin merkasta. Honum kæmi hins vegar vel ef lesendur þessara lína, sem þekktu til Lúðvíks-herfanna, mundu hafa samband. Sögu þeirra þurfum við nefnilega að halda til haga.

06.05.2011 06:58

Rannveig frá Bæ


Sauðfjársetur á Ströndum

http://www.strandir.is/saudfjarsetur/rannveig.htm

 
Dráttarvélin
Rannveig frá Bæ á Selströnd var fyrsta vélin sem vélamenn Sauðfjársetursins tóku til endurbóta og lagfæringa. Staðan á vélinni var ekkert sérstök þegar viðgerðir hófust, en hún tók verulegum stakkaskiptum veturinn 2002-3 og er nú í toppstandi.

Draumurinn er að gera upp ýmis tæki til að hafa í notkun með vélunum - sláttuvél, áburðardreifara og ýmislegt slíkt sem passar við þann tíma sem þær voru í fullu fjöri.

Myndirnar hér til hliðar og að neðan eru teknar fyrsta sumarið sem Sauðfjársetrið var opið, árið 2002.

 

 

 

  

Rannveig var orðin tilbúin eftir viðgerðir á dráttarvéladaginn sem haldinn var á Sauðfjársetrinu árið 2003, á 50 ára starfsafmæli sínu. Það var Sverrir Guðbrandsson frá Bassastöðum sem bar hitann og þungann af viðgerðinni.

Sverrir bassi Guðbrandsson og Rannveig voru orðin býsna náin á tímabili. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að viðkvæmir varahlutir úr vélinni hafi verið geymdir í dún í svefnherbergi Sverris og Söbbu meðan uppgerð vélarinnar stóð sem hæst. Hér ekur hann henni í Kirkjubólsrétt, nýmálaðri og fínni, þar sem hann ætlar sér að halda í hrútana á hrútadómunum 2003. Efri myndin er tekin inni í Sauðhúsinu á Hólmavík þar sem vélarnar eru í góðri geymslu yfir veturinn.

Bjarni í Bæ á Selströnd mætti að sjálfsögðu á dráttarvéladaginn 2003 og rifjaði upp gömul kynni af Rannveigu. Vagninn sem var aftan í dráttarvélinni við þetta tækifæri er enn í fullri notkun í Steinadal í Kollafirði.

Það er orðið eins konar sport á atburðum og uppákomum Sauðfjársetursins að gestir reyna að snúa Rannveigu í gang. Það er satt best að segja enginn hægðarleikur, þó vélamaðurinn leiki sér að því og það takist í hverri tilraun hjá honum.

Dráttavéladagur og töðugjöld 2004

Sauðfjársetrið hélt töðugjöld og dráttarvéladag þann 8. ágúst þetta árið og tókst bærilega. Farið var í leiki á íþróttavellinum, gömlu vélarnar voru skoðaðar í krók og kring, hefðbundin átök fóru í að reyna að snúa Deutzinum í gang, börnin komust í ferð í kindavagni, kaffihlaðborð var á boðstólum og keppt var í ökuleikni á dráttarvélum.

Keppnin í ökuleikninni var jöfn og skemmtilegt og skildi einungis sekúnda að fyrstu þrjá menn í karlaflokki. Fyrstur varð þar Gísli Kristján Kjartansson frá Sandhólum í Bitru, en jafnir í öðru sæti urðu Jón Vilhjálmsson á Hólmavík og Jón Jónsson á Kirkjubóli. Í kvennaflokki sigraði Svanhildur Jónsdóttir frá Steinadal, Rósa Jósepsdóttir í Fjarðarhorni varð önnur og Ásdís Jónsdóttir varð þriðja.

Vinningar voru ekki af lakara taginu, frímiði á Bændahátíðina sem haldin verður 11. september næstkomandi. 

Svanhildur Jónsdóttir, sigurvegari í kvennaflokki í hliðinu. Meðal þrauta sem keppendur þurftu að leysa í tímabrautinni var að opna hlið og loka á eftir sér.

Rósa Jósepsdóttir á Fjarðarhorni í Hrútafirði í brautinni. Lokaþrautin fólst í að bakka að grind sem stóð í brekku, þannig að bæði horn sturtuvagnsins væru minna en 20 cm frá grindinni. Flöskuðu margir á þeirri þraut.

Ásdís Jónsdóttir í brautinni, einbeitir sér að því að bakka að grindinni.

Björn Pálsson í Þorpum í þrautabrautinni og dómarar fylgjast grannt með hvort menn keyri niður keilur og fylgi öllum reglum. Refsistig fylgdu því að framkvæmda þrautirnar ekki rétt.

Gísli Kristján Kjartansson, frá Sandhólum í Bitru, sigurvegari í karlaflokki í brautinni.

Ingólfur Benediktsson í Árnesi bakkar að í lokaþraut brautarinnar.

Matthías í Húsavík tók börn og fullorðna með á rúntinn í kindavagni.

Það er orðin sérstök athöfn á uppákomum Sauðfjársetursins að menn reyna sig við að snúa Deutzinum í gang. Gengur það mjög misjafnlega.

06.05.2011 06:32

herfiFjaðraherfi er herfi með S-laga tinda sem brjóta niður torf og aðra köggla við jarðvinnslu. Þegar ekið er á tilteknum hraða, sem gefinn er upp hjá framleiðanda, kemur titringur á tindana (fjaðrirnar) sem nýtist til að brjóta niður misfellur í flagi. Það samanstendur einnig af litlu jöfnunarborði og litlum jarðvalta aftast til að slétta sáðbeðið.
Tindarnir eru að mismunandi gerðum og stífleika og er hægt að stjórna innfallshorni þeirra eftir því hvernig á að vinna jarðveginn. Þau vinna fyrir eigin þyngd, þ.e. þau eru tengd á þrítengisbeisli dráttarvélarinnar. Aflþörf frá dráttarvél er misjöfn milli jarðvegstegunda en algeng regla er að það þurfi 10 kW á hvern metra vinnslubreiddar.
Hnífaherfi eða Hankmóherfi er herfi með hnífásum sem byggðir eru á grind. Það er oftast tengt á þrítengisbeisli dráttarvélar en vinnsla þess er best á nokkrum ökuhraða. Þannig henta þau best á fínvinnslu á myldum jarðvegi. Þannig henta þau ekki á seigan jarðveg s.s. mýrajarðveg þar sem hnífarnir eiga erfitt með að ganga ofan í yfirborðið. Það vantar mynd af hnífaherfi ef einhver gæti sent mér mynd af því